Um okkur


HS Orka hefur verið leiðandi í framleiðslu á endurnýjanlegri orku í 40 ár. Hjá fyrirtækinu starfar öflugur hópur sérfræðinga með mikla reynslu á sínu sviði. Við eigum og rekum tvær jarðvarmavirkjanir, Orkuverið Svartsengi og Reykjanesvirkjun.

Nýsköpun og frjó hugsun hefur ætíð verið grunnurinn í starfsemi fyrirtækisins og er grunnurinn að Auðlindagarðinum, þar sem við leggjum áherslu á að allir auðlindastraumarnir séu nýttir.