Sýningin Orkuverið Jörð í Reykjanesvirkjun

Í orkuveri HS Orku á Reykjanesi er rekin orkusýning sem ber heitið Orkuverið Jörð. 

HS Orka leitar að samstarfsaðila um rekstur sýningarinnar frá og með 1. apríl næstkomandi í þrjú ár.

Um sýninguna

Megið þema sýningarinnar er fróðleikur um orku í ýmsu formi allt frá Miklahvelli og upphafi sólkerfisins allt fram til okkar tíma. Sýningin er byggð upp á gagnvirkum búnaði þar sem gestir geta prófað sig áfram sjálfir til að komast að ýmsum fróðleik.  Meðal búnaðar er lítill gufuhvefill og jarðskjálftahermir þar sem hægt er að upplifa nokkra íslenska jarðskjálfta.

Orkan er mikilvægur þáttur í lífi okkar og meðal efnis sem farið er í gegnum eru uppfinningar sem hafa breytt lífi okkar.  Sýningin hefst á fræðslu um sólkerfið þar sem gagnvirkir skjáir sýna allar reikistjörnurnar í sólkerfinu okkar og unnt er að hlusta á hljóðupptökur utan úr geymnum m.a. hljóð frá Miklahvelli. Í næsta hluta er farið yfir hvernig maðurinn hefur nýtt sér orkuna ásamt því að sýna umbreytingu á orku úr einu formi í annað. Ekki er unnt að framleiða orku einungis að breyta henni úr einu formi í annað. Því næst er farið yfir notkun ólíkra orkugjafa í heiminum og að lokum er fjallað um virkjun jarðvarma á Reykjanesi. Á sýningunni eru sýnishorn margra hluta en segja má að orkuverið sjálft sé stærsta sýnishornið.  Uppsett afl Reykjanesvirkjunar er 100 MW. Það sem einkum gerir orkuverið sérstakt á heimsvísu er sjókæling þess og að það fæðir stórt fiskeldi sem ræktar hlýsjávarfisk með volgum hreinum sjó frá virkjuninni. 

Sýningin höfðar bæði til barna og fullorðinna, hún er á tveimur hæðum samtals tæplega 600 fm2.

Umhverfið 

Við innganginn að sýningunni er sólin hálfgrafin í hraunið. Víðsvegar um Reykjanesskagann meðfram þjóðveginum út á Reykjanes eru hinar plánetur sólkerfisins með hlutfallslega rétt þvermál og í hlutfallslegri réttri fjarlægð frá sólinni.  Síðustu og minnstu plánetuna Plútó er að finna í Reykjanesbæ. Pláneturnar gefa tækifæri til að fara í ratleik um Reykjanesskagann í tengslum við sýninguna.

Hugmyndafræðin

Sýningin er hugmynd Alberts Albertssonar hugmyndasmiðs HS Orku. Sýningin var hönnuð af Janys International í London og sá Ari Trausti Guðmundsson jarðfræðingur um textavinnslu.


Vinsamlegast fylltu inn formið hér að neðan til að fá sendar frekari upplýsingar og umsóknarform:

*
*