Trölladyngja

Trölladyngjusvæðið er norðvestanvert á Krýsuvíkursvæðinu og er þar töluverður háhiti á svæðinu. Tvær djúpar rannsóknarholur, 2001 og 2006, á vegum Jarðlindar ehf. og Hitaveitu Suðurnesja. Holurnar gáfu nauðsynlegar forsendur til að meta orkugetu og eðli jarðhitakerfisins, og er sú fyrri þeirra vel nýtanleg án breytinga (4-5 MW), en sú síðari þarfnast einhvers konar aðgerða áður en til nýtingar kæmi.

Trölladyngja

HS Orka gerir ráð fyrir að nýta jarðvarma Trölladyngjusvæðisins fyrir jarðvarmavirkjun til framleiðslu á rafmagni og mögulega einnig heitu vatni.


Helstu kennistærðir Eining
Uppsett rafafl 50-100 MWe
Uppsett varmaafl <100 MWth
Raforka 820 GWst/ári
Nýtingartími 8200 klst/ári
Stærð jarðhitasvæðis 22 km2

Eignarhald: 

  • 100% HS Orka

Staða verkefnis:

  • Rammaáætlun - Biðflokkur