Skúfnavatnavirkjun


Hugmyndir um Skúfnavatnavirkjun hafa lengi verið til skoðunar og rannsóknir eru hafnar og liggja fyrir frumdrög um virkjunarkostinn.  Fyrirhuguð virkjun felur í sér miðlun vatns efst af vatnasviði Hvannadalsár yfir á vatnasvið Skúfnavatna með tveimur stíflum í hvorri kvísl Hvannadalsár. Vatni úr lónunum tveimur sem myndast er svo veitt yfir í Skúfnavötn sem myndar inntakslón virkjunarinnar. Frá Inntakslóni liggur fallpípa niður að stöðvarhúsi í Hvannadal þaðan sem útrás liggur í Hvannadalsá. Heildarfall yrði rúmir 300 metrar.

Helstu kennistærðir Skúfnavatnavirkjun Eining
Uppsett rafafl 9,9 MW e
Fallhæð 300 M
Virkjað rennsli 3,3 M 3 /s
Raforka 74 GWst/ári
Nýtingartími 7500 klst/ári

Eignarhald: 

  • 70% HS Orka
  • 30% Vesturverk

Staða verkefnis:

  • Rannsóknarleyfi