Sandfell


Jarðhitinn sem kenndur er við Sandfell er í hrauni norðaustan undir fellinu. Lítil jarðhitavirkni sést á yfirborði, en ummerki um jarðhitavirkni er að finna í Núpshlíðarhálsi austanvert á svæðinu.  Mestur hluti ætlaðs háhitakerfis er því undir yfirborði og er óvissa um ástand/eiginleika þess og hitastig. Ein 235 m djúp könnunarhola var boruð þar af HS Orku 2007, en hún nær ekki niður í jarðhitakerfið.

HS Orka gerir ráð fyrir að nýta jarðvarma við Sandfell fyrir jarðvarmavirkjun til framleiðslu á rafmagni og heitu vatni. Gert er ráð fyrir að svæðið verði virkjað í áföngum ef rannsóknir skila jákvæðum niðurstöðum.

Helstu kennistærðir Eining
Uppsett rafafl 50-100 MW e
Uppsett varmaafl <100 MW th
Raforka 820 GWst/ári
Nýtingartími 8200 klst/ári
Stærð jarðhitasvæðis 22 km2

Eignarhald: 

  • 100% HS Orka

Staða verkefnis:

  • Rammaáætlun - Nýtingarflokkur