Hvalárvirkjun


Hvalá í Ófeigsfirði á Ströndum hefur lengi verið til skoðunar sem virkjanakostur á Vestfjörðum. Áin á upptök sín uppi á Ófeigsfjarðarheiði og rennur til sjávar í miklum gljúfrum. Hvalá er talin eitt mesta vatnsfallið á Vestfjörðum með heildarfall um 315 metra.

Neðra-Hvalárvatn.jpg

Rannsóknir eru hafnar á svæðinu þar sem áform eru um að reisa þar vatnaflsvirkjun. Með virkjuninni eykst afhendingaröryggi umtalsvert og möguleikar á frekari uppbyggingu flutningskerfisins skapast sem opnar á frekari vatnsaflsnýtingar við Ísafjarðardjúp. Gerð verða þrjú miðlunarlón á Ófeigsfjarðarheiði og Hvalá, Rjúkandaá og Eyvindfjarðará leiddar í aðrennslisgöngum að neðanjarðar stöðvarhúsi. Frárennslisgöng opnast rétt ofan ósa Hvalár.      

Helstu kennistærðir Hvalárvirkjun Eining
Uppsett rafafl 55 MWe
Fallhæð 315 M
Virkjað rennsli 20 M3/s
Raforka 340 GWst/ári
Nýtingartími 5818 klst/ári

Eignarhald: 

  • 70% HS Orka
  • 30% Vesturverk

Staða verkefnis:

  • Rammaáætlun 2: Nýtingarflokkur
  • Rannsóknarleyfi
  • Mat á Umhverfisáhrifum - lokið