Eldvörp


Eldvörp er 10 km löng gígaröð norðvestur af Grindavík. Eru þar gígar stórir og verulegur jarðhiti og gufuuppstreymi nokkuð á afmörkuðu svæði.

Hitaveita Suðurnesja boraði eina borholu í Eldvörpum árið 1983. Holan er 1.265 metrar djúp og var við prófanir metin all-gjöful. Rannsóknir hafa staðfest viss tengsl á milli jarðhitakerfisins í Eldvörpum og í Svartsengi sem er vísbending um stærra jarðhitasvæði en upphaflega var talið.

EldvörpÁform eru um að bora fleiri rannsóknarholur á svæðinu og nýta jarðhitan til fjölbreyttrar atvinnuuppbyggingar ef niðurstöður rannsóknarborana verða jákvæðar. Talið er að raforkugeta geti verið allt að 50 MWe og varmaaflgeta um 100 MWth. Vegna tengsla við Svartsengi þarf að fara að með gát við að nýta gufu af svæðinu.Helstu kennistærðir Eldvarpa Eining
Uppsett rafafl 30-50 MWe
Uppsett varmaafl <100 MWth
Raforka 410 GWst/ári
Nýtingartími 8200 klst/ári
Stærð jarðhitasvæðis 30 km2

Eignarhald: 

  • 100% HS Orka

Staða verkefnis:

  • Rammaáætlun - Nýtingarflokkur
  • Framkvæmdarleyfi