Austurengjar


Á Austurengjum er jarðhitinn aðallega á einni rein sem nær frá Austurengjahver norður í Kleifarvatn. Ein 600 metra djúp borhola er við Kleifarvatn í reininni. Hæstur hiti í henni er um 160 °C. Síðsumars 1924 lifnaði Austurengjahver við jarðskjálfta, var áður lítilfjörlegur.

HS Orka hefur sótt um að hefja frekari rannsóknir á svæðinu þá með því að bora rannsóknarborholur.

Helstu kennistærðir Eining
Uppsett rafafl 50-100 MW e
Uppsett varmaafl <200 MW th
Raforka 820 GWst/ári
Nýtingartími 8200 klst/ári
Stærð jarðhitasvæðis 22 km2

Eignarhald: 

  • 100% HS Orka

Staða verkefnis:

  • Rammaáætlun - Biðflokkur