IDDP-2 DEEPEGS


IDDP djúpborunarverkefnið á Reykjanesi sem er leitt af HS Orku er umfangsmikið alþjóðlegt samvinnuverkefni. Að verkefninu standa HS Orka, Statoil í Noregi, Landvirkjun, Orka Náttúrunnar, Orkustofnun, innlendir og erlendir háskólar og rannsóknarstofnanir.

Íslenska djúpborunarverkefnið var stofnað árið 2000 og voru stofnendur þess HS Orka, Landsvirkjun, Orkuveita Reykjavíkur og Orkustofnun. Djúpborun hefur áður verið framkvæmd í Kröflu árið 2009. 

Djúpborun á Reykjanesi hófst í ágúst 2016 og lauk í lok árs en þá hafði dýpt borholunar náð 4650 metra dýpi og er hún dýpsta háhitahola sem hefur verið boruð í heiminum.  Hiti í holunni hefur mælst 426 gráður og þrýstingur um 340 bör sem gefur til kynna yfirhitaða gufu sem gæti skilað mun orkuríkari gufu en áður hefur náðst úr jarðhitaholum. 

Nú er köldu vatni dælt niður í holuna til að kæla hana en á árinu 2018 mun rannsóknum verða framhaldið og metið hver verða næstu skref. 

Hér að neðan eru hlekkir á tengd efni. 

Heimildamynd um IDDP-2 DEEPEGS verkefnið

Heimasíða IDDP