Language

Desember

Viðgerð stofnæð heitavatnslögn gekk vel !

Heitavatnslaust var í Keflavík, Njarðvík, Sandgerði, Garði og Vogum vegna vinnu við viðgerð á stofnæð Bolafæti miðvikudaginn 19. desember 2007 frá kl. 18:00 og fram eftir nóttu.

Fréttaveitan fagnar 20 ára afmæli sínu

Föstudaginn 14. desember hélt Fréttaveitan, fréttabréf HS hf og starfsmanna hennar upp á 20 ára afmæli sitt. 

Gangsetning 30 MW hverfils í Svartsengi – Orkuver 6

Þessa dagana er verið að vinna við lokafrágang á nýjum 30 MW hverfli í Svartsengi og hefur þessi nýjasta viðbót við orkuverið verið kölluð orkuver 6

Nóvember

Rafmagnslaust varð á Hafnarfjarðarsvæði

Vegna bilunar á háspennustreng varð rafmagnslaust í Hafnarfirði að morgni fimmtudagsins 08.11 um klukkan 8.30

Háspennustrengur fór í sundur í Grindavík

Verið er að vinna að viðgerð en hluti Vesturbrautar og Verbrautar verður rafmagnslaus í u.þ.b. 3 klst.

Rafmagn fór af allri Innri Njarðvík og Höfnum.

Upp úr miðnætti í gærkvöld sló eldingu niður með þeim afleiðingum að rafmagn fór af í Innri Njarðvík og Höfnum.

Október

Öryggisvika HS

Öryggisvika HS er haldinn í fjórða sinn vikuna 22.-26. október og var dagsetningin ákveðin til samræmis við Evrópsku vinnuverndarvikuna sem ber yfirskriftina "Hæfilegt álag er heilsu best".

Sraumleysi á Hafnarfjarðarsvæðinu kl. 04 aðfaranótt föstudagsins 19.10.2007

Vegna breytinga á Hafnarfjarðarlínu. Verið að leggja jarðstrengi í stað 132 kV loftlínu verður straumlaust aðfararnótt föstudagsins 19.okt 2007

Ný vatnslögn til Vestmannaeyja

Síðastliðinn miðvikudag þann 10. október var undirritaður samningur milli HS hf og dönsku fyrirtækjanna NKT flexibles og JD-Contractor ApS um framleiðslu og lagningu nýrrar 8” vatnslagnar til Vestmannaeyja í júlí á næsta ári. NKT flexibles eru framleiðandi pípunnar sem er um 10,2 km. löng en JD-Contractor ApS annast útlagninguna en gagnvart HS hf koma fyrirtækin fram sem einn aðili (joint venture).

Ágúst

Fréttatilkynning

Undanfarið hefur staðið yfir undirbúningur að spennubreytingu raforkukerfisins í Eyjum úr 6,3 kV kerfi í 11 kV kerfi.  Raunar hefur undirbúningur staðið yfir í nokkur ár því við  kaup á nýjum spennum hefur þess verið gætt að hægt væri, með lítilli fyrirhöfn, að breyta þeim úr 6,3 í 11 kV.  Einnig hafa verið lagðir nýir jarðstrengir.

Júlí

Fréttatilkynning

12.júlí 2007

 

Sátt um eignarhald á Hitaveitu Suðurnesja

 

Ríkið gengur frá sölu hlutar síns í HS hf

Í gær, þriðjudaginn 3. júlí, lauk formlega söluferli Ríkissjóðs á 15,203% hlut sínum að nafnverði 1.133.356.000 í Hitaveitu Suðurnesja hf. .

Rafmagnsleysi í Árborg 20 júní s.l.

Þann 20. Júní fór rafmagn af línunum frá Ljósafossi sem liggur til Selfoss og varði það í u.þ.b. 15-20 mín.

Júní

Hitaveita Suðurnesja og Björgunarsveitin Suðurnes skrifa undir samkomulag

Björgunarsveitin Suðurnes og Hitaveita Suðurnesja hf skrifuðu í morgun undir samkomulag þar sem HS hf gerist bakhjarl BS til 3ja ára.

HS skrifar undir samning við FLE

Flugstöð Leifs Eiríkssonar hf. (FLE) hefur undirritað samning við Hitaveitu Suðurnesja hf. (HS) um kaup á raforku og heitu vatni. Við sama tilefni var undirritaður þjónustu- og samstarfssamningur á milli fyrirtækjanna.

Fyrir hvern er Fréttablaðið og Stöð 2 að bera saman epli og appelsínur ?

Lítil dæmisaga vegna frétta um orkusölu til Norðuráls 7. júní 2007.

 

Fréttablaðið og Stöð 2 fjölluðu í dag um orkuverð sem OR gerir ráð fyrir að fá fyrir sölu á rafmagni til Norðuráls.  Í þessari litlu grein er ætlunin að gera grein fyrir raunveruleika þeirra viðskipta sem fréttamenn reyna að bera saman. Nánar

Maí

Hitaveita Suðurnesja nýtir ekki forkaupsrétt sinn.

Stjórn Hitaveitu Suðurnesja hf (HS hf) ákvað á fundi sínum 22. maí að nýta ekki forkaupsrétt fyrir félagsins hönd vegna sölu Ríkissjóðs á 15,2% hlut sínum til Geysis Green Energy. Forkaupsrétturinn er í samræmi við 9. gr. samþykkta félagsins en þar segir m.a.:

Eignarhald orkufyrirtækja og gjaldskrár þeirra

Ýmsir aðilar hafa nú farið af stað og telja að með sölu (hluta) orkufyrirtækjanna þá muni gjaldskrár orku til almennings hækka og talað um okur í því sambandi.

Apríl

Tilboð opnuð í hlut ríkisins.

Tilboð voru opnuð í hlut ríkisins kl 14:05 í dag. Fjögur tilboð bárust.

Fréttatilkynning

 

Hafa skal það sem sannara reynist - eða hvað ?

Í Víkurfréttum í dag er grein eftir Björgólf Þorsteinsson, formann Landverndar, undir fyrirsögninni „hafa skal það sem sannara reynist“. Mér finnst Björgólfur þar reyna að skauta fimlega framhjá ábyrgð á þeim reiknikúnstum (Ástu Þorleifsdóttir) sem ítrekað hafa komið fram á fundum/ráðstefnum sem Landvernd hefur staðið fyrir eða verið aðstandandi að.

Fréttaveitan á ferð og flugi um Suðurnesin

Þann 11. apríl var Bókasafni Grindavíkur afhent Fréttaveitan og bókin Á léttu nótunum en hvoru tveggja var gefið út í tilefni 30 ára afmælis HS hf árið 2004. Fréttaveitan, sem er fréttabréf Hitaveitu Suðurnesja og starfsmanna hennar, var bundin inn til gjafar á bæjarbókasöfn á veitusvæði HS hf. 

Fréttaveita afhent Bæjarbókasafni Reykjanesbæjar.

Þeir Björn Stefánsson, fyrrverandi ritstjóri Fréttaveitunnar og Víðir Sveins Jónsson, núverandi ritstjóri lögðu leið sína á Bæjarbókasafn Reykjanesbæjar í dag (4.apríl) og afhentu Bókasafninu að gjöf innbundin eintök Fréttaveitunnar frá árinu 1987 til ársins 2004 ásamt bókinni  Á léttu nótunum eftir Björn Stefánsson. 

Aðalfundur Hitaveitu Suðurnesja hf

Aðalfundur Hitaveitu Suðurnesja hf fyrir árið 2006 var haldinn 30. mars 2007 íEldborg í Svartsengi.

ELDFJALLAGARÐUR Á REYKJANESI ?!

Landvernd o.fl. hafa verið að kynna framtíðarsýn sína um eldfjallagarð (!) á Reykjanesskaga. Ég verð að játa, að þegar ég heyrði þetta fyrst þá skildi ég alls ekki viðskiptahugmyndina, m.a. vegna þess að ég er búinn að sitja í stjórn Bláa lónsins í ein 10 ár og þekki því nokkuð vel til í svipuðum rekstri.

Mars

Albert Albertsson skrifar fyrir Fréttaveituna

Háhitasvæði Suðurnesja, sjálfbær þróun, orkustefna Íslands, eldfjallagarður, friðlýsing utanverðs Reykjanesskaga.

 

Fréttatilkynning - Ársreikningur HS hf 2006

Ársreikningur Hitaveitu Suðurnesja hf. (HS hf.) var í dag, þann 2. mars 2007, samþykktur á fundi stjórnar.

Febrúar

Rafmagnsleysi á Stokkseyri og Eyrarbakka 30 janúar.

Í Suðurbyggð á Selfossi standa yfir framkvæmdir við gatnagerð og lagnakerfi í nýju hverfi, Suðurbyggð A. Einn hluti gatnagerðar í hverfinu fer um svæði þar sem fyrir eru ýmsar lagnir, þ.á.m. háspennustrengur sem veitir rafmagni til Eyrarbakka og Stokkseyrar.

Janúar

Ríkið ákveður að selja hlut sinn í HS hf

Ríkissjóður hefur nú tilkynnt þá ákvörðun sína að selja eignarhlut sinn í Hitaveitu Suðurnesja hf. Ákveðið hefur verið að auglýsa eftir ráðgjafa til að verðmeta fyrirtækið, gera sölulýsingu af fyrirtækinu og aðstoða síðan við söluferlið.

Orkuver 6 í Svartsengi

Nýjar myndir frá framkvæmdum við Orkuver 6 í Svartsengi.

Sækja um aðgang
Kennitala:
Tölvupóstur:
Sími:
Fá lykilorð í bréfpósti:

Umsókn um aðgang

Þegar þú hefur skilað inn kennitölu, netfangi og símanúmeri munum við senda til þín bréf í pósti með lykilorði en notendanafnið þitt er kennitalan þín.
Nýtt lykilorð
Kennitala:

Tapað lykilorð

Ef þú hefur glatað lykilorðinu þínu geturðu fengið nýtt sent í tölvupósti með því að slá inn kennitöluna þína og smella á Sækja um nýtt lykilorð.
Mín síða
Kennitala:
Lykilorð:

Innskráning á mína síðu

Hér getur þú skráð þig inn og skoðað yfirlit yfir notkun þína á rafmagni og vatni.