Language
Íslenska Ánægjuvogin áttunda árið í röð !
Prenta  

23.02.2010

Í morgun þriðjudaginn 23. febrúar voru kynntar niðurstöður Íslensku Ánægjuvogarinnar og fór athöfnin fram í Turninum Smáratorgi 3 Kópavogi.  Það eru Samtök Iðnaðarins, Stjórnvísi og Capacent Gallup sem standa að mælingunum en alls voru 25 fyrirtæki mæld.  Niðurstöður byggja á svörum rúmlega 6000 manns eða um 250 viðskiptavinum hvers fyrirtækis.

Í flokki veitufyrirtækja varð HS Orka hf hlutskörpust með alls 69,8 stig, sama og árið 2008.  Fyrirtækið hefur fengið þessa viðurkenningu nú alls 8 ár í röð.

Það er metnaður fyrirtækisins að veita sem besta þjónustu, viðskiptavinum til þæginda og ánægju.  Það gleður okkur mikið að hljóta viðurkenningu sem þessa og hvetur okkur til þess að gera enn betur.

Við erum ferskust af þeim orkufyrirtækjum sem mæld voru og er starfsfólk þakklátt fyrir viðurkenninguna.

Þórhildur Eva verkefnastjóri á þjónustusviði tekur á móti viðurkenningunni sem Davíð Lúðvíksson frá Samtökum Iðnaðarins afhenti.

Sækja um aðgang
Kennitala:
Tölvupóstur:
Sími:
Fá lykilorð í bréfpósti:

Umsókn um aðgang

Þegar þú hefur skilað inn kennitölu, netfangi og símanúmeri munum við senda til þín bréf í pósti með lykilorði en notendanafnið þitt er kennitalan þín.
Nýtt lykilorð
Kennitala:

Tapað lykilorð

Ef þú hefur glatað lykilorðinu þínu geturðu fengið nýtt sent í tölvupósti með því að slá inn kennitöluna þína og smella á Sækja um nýtt lykilorð.
Mín síða
Kennitala:
Lykilorð:

Innskráning á mína síðu

Hér getur þú skráð þig inn og skoðað yfirlit yfir notkun þína á rafmagni og vatni.