Language
Verkefnisstjórn rammaáætlunar heimsækir Reykjanes.
Prenta  

14.04.2008

Verkefnisstjórn rammaáætlunar um nýtingu vatnsafls og jarðhita heimsótti Reykjanes  föstudag 11 apríl síðastliðinn í blíðskaparveðri. 

Fulltrúar Hitaveitu Suðurnesja h/f tóku á móti verkefnisstjórn og sáu um leiðsögn um svæði HS. Byrjað var í Trölladyngju  þar sem borstæði tveggja tilraunahola voru skoðuð. Frá Trölladyngju var ekið að Reykjanesvirkjun. Farið var um orkuverið, virkjunarsvæðið og Gunnuhver skoðaður.

Mynd: Gunnuhver skoðaður, Guðmundur Ómar Friðriksson frá HS upplýsir verkefnisstjórn um breytingar sem orðið hafa á svæðinu.

 

Þá var haldið í Svartsengi og meðal annars litið inn í stjórnstöð HS ásamt því að skoða orkuver 1, 5 og 6. Næst var svæðið umhverfis Eldvörp og nágrenni skoðað.

Krýsuvík var síðasta svæðið sem farið var um, þar sem fyrirhuguð virkjunarsvæði voru skoðuð.

Mynd: Hveradalur í Krýsuvík. Verkefnisstjórn Rammaáætlunar, ásamt starfsmanni verkefnisstjórnar og fulltrúum HS.

Sækja um aðgang
Kennitala:
Tölvupóstur:
Sími:
Fá lykilorð í bréfpósti:

Umsókn um aðgang

Þegar þú hefur skilað inn kennitölu, netfangi og símanúmeri munum við senda til þín bréf í pósti með lykilorði en notendanafnið þitt er kennitalan þín.
Nýtt lykilorð
Kennitala:

Tapað lykilorð

Ef þú hefur glatað lykilorðinu þínu geturðu fengið nýtt sent í tölvupósti með því að slá inn kennitöluna þína og smella á Sækja um nýtt lykilorð.
Mín síða
Kennitala:
Lykilorð:

Innskráning á mína síðu

Hér getur þú skráð þig inn og skoðað yfirlit yfir notkun þína á rafmagni og vatni.