Language
Aðalfundur Hitaveitu Suðurnesja hf
Prenta  

03.04.2007

Aðalfundur Hitaveitu Suðurnesja hf fyrir árið 2006 var haldinn 30. mars 2007 íEldborg í Svartsengi.

Á fundinum tóku til máls Ellert Eiríksson, fráfarandi stjórnarformaður og Júlíus Jónsson, forstjóri.  Ellert fékk óvænta gesti á fundinn, þau Ester Pálsdóttur yfirtollstjóra, Val Kristinsson deildarstjóra fíkniefnadeildar og fíkniefnaleitarhundinn Þorbjörn en hann er m.a. til landsins kominn vegna styrks frá HS hf í tilefni vígslu Reykjanesvirkjunar. Ellert ræddi um brotthvarf varnarliðsins og vangoldnar skuldir þess við HS hf ásamt sölu á hlut ríkisins í félaginu og Íslensku ánægjuvogina.

 

Júlíus Jónsson, forstjóri fór yfir rekstur félagsins á árinu 2006 og þær framkvæmdir sem félagið hefur staðið í m.a. Reykjanesvirkjun og Orkuver 6 í Svartsengi og framkvæmdir er standa fyrir dyrum á næstu árum m.a. endurnýjun á vatnslögn til Vestmannaeyja.  Ræddi forstjóri um Íslenska djúpborunarverkefnið en Hitaveita Suðurnesja hefur ákveðið að hefja eigin rannsókn á djúpborun á Reykjanesi og varð það til þess að nú eru þrjú djúpborunarverkefni að hefjast en Orkuveita Reykjavíkur ákvað einnig að hefja sína eigin rannsókn.  Forstjóri fór yfir samkomulag við Norðurál og mögulegt álver í Helguvík og ræddi svo um hugmynd um Eldfjallagarð á Reykjanesskaganum en í kynningum á hugmyndinni voru tölur illilega ýktar.  Forstjóri ræddi að lokum um nýjar höfuðstöðvar Hitaveitu Suðurnesja og kynnti lítillega nýjan vef sem opna mun á næstunni hver.is sem mun vera gagnagrunnur Hitaveitu Suðurnesja. 

 

 

Á fundinum urðu þrjár breytingar á stjórn fyrirtækisins. Úr stjórninni gengu þeir Ellert Eiríksson, Reykjanesbær, Ingimundur Þ. Guðnason, Garði og Jón Gunnarsson, Vogum. Í stað þeirra komu Björk Guðjónsdóttir, Reykjanesbæ, Elliði Vignisson, Vestmannaeyjum og Sigmar Eðvarðsson, Grindavík.  Að loknum aðalfundinum var haldinn stjórnarfundur þar sem stjórnin skipti með sér verkum og er hún þá þannig skipuð:

 

Formaður:                              Árni Sigfússon, Reykjanesbæ

Varaformaður:                      Gunnar Svavarsson, Hafnarfjarðarbæ

Ritari:                                    Björk Guðjónsdóttir, Reykjanesbæ

                                      Meðstjórnendur:                  Björn H. Guðbjörnsson, Reykjanesbæ

Elliði Vignisson, Vestmannaeyjum

Magnús Gunnarsson, Ríkissjóði

Sigmar Eðvarðsson, Grindavíkurbæ

 

 

                                        Varamenn í stjórn voru kjörnir þessir:

 

Varamenn í            Böðvar Jónsson, Ríkissjóði

stjórn:                     Eysteinn Jónsson, Reykjanesbæ

Laufey Erlendsdóttir, Garði

Lúðvík Geirsson, Hafnarfjarðarbæ

Sigurður Valur Ásbjarnarson, Sandgerðisbæ

                                                Steinþór Jónsson, Reykjanesbæ

                                                Þorsteinn Erlingsson, Reykjanesbæ

 

Ellerti Eiríkssyni, fyrrverandi stjórnarformanni er sérstaklega þökkuð störf hans í þágu fyrirtækisins s.l. ár en hann hefur stýrt stjórn HS hf af mestu prýði undanfarin ár.

Sækja um aðgang
Kennitala:
Tölvupóstur:
Sími:
Fá lykilorð í bréfpósti:

Umsókn um aðgang

Þegar þú hefur skilað inn kennitölu, netfangi og símanúmeri munum við senda til þín bréf í pósti með lykilorði en notendanafnið þitt er kennitalan þín.
Nýtt lykilorð
Kennitala:

Tapað lykilorð

Ef þú hefur glatað lykilorðinu þínu geturðu fengið nýtt sent í tölvupósti með því að slá inn kennitöluna þína og smella á Sækja um nýtt lykilorð.
Mín síða
Kennitala:
Lykilorð:

Innskráning á mína síðu

Hér getur þú skráð þig inn og skoðað yfirlit yfir notkun þína á rafmagni og vatni.